Einföldun á örorkulífeyriskerfinu, kviðdómur í máli gegn Donald Trump og kjör eldri borgara
Spegillinn - A podcast by RÚV
Categories:
Í fjármálaáætlun til næstu ára er 18 milljörðum króna ráðstafað í breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem taka eiga gildi í september 2025, verði frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, samþykkt. Ætlunin er að einfalda kerfið og tryggja samfellu , hvetja til atvinnuþátttöku og draga úr skerðingum og hækka frítekjumörk. Vigdís Jónsdóttir forstjóri VIRK segir margt til bóta og býst við að breytingarnar hafi mikil áhrif á starfsemi VIRK. Réttarhöld hófust í dag yfir Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ekki reyndist þrautalaust að skipa í kviðdóm vestra, hvaða tólf kviðdómendur urðu fyrir valin og munu sakfella eða sýkna Trump. Vakning hefur orðið í umræðu um kjör og réttindi eldri borgara á Akureyri og Björn Snæbjörnsson, fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins og stéttarfélagsins Einingar-Iðju segir afar nauðsynlegt að félög eldri borgara um allt land hleypi krafti í báráttuna.