Bág staða láglaunakvenna, orlof og orðræða Trumps

Spegillinn - A podcast by RÚV

Categories:

Heimsk, brjáluð, kommmúnísk og stórkostlega vanhæf kona sem hlær furðulega. Þetta er meðal þess sem Donald Trump hefur sagt um Kamölu Harris, mótherja sinn í forsetakosningunum vestanhafs. Við ætlum að rýna í talsmáta Trumps og þær áhyggjur sem samflokksmenn hans hafa af orðfæri hans. Við fjöllum líka orlof hjá æðstu embættismönnum eins og sveitastjórum, borgarstjóra og fyrrverandi forsætisráðherra. Hvernig eru ráðningarsamningarnir hjá bæjarstjórum stærstu sveitarfélaganna? Láglaunakonur á Íslandi hafa minna félagslegt bakland en tekjuhærri konur. Þær eru líklegri en aðrar konur til að sinna heimilinu miklu meira en makinn, þær meta heilsu sína verri en konur með meiri menntun og eru líklegri til að þjást af kvíða eða þunglyndi. Og tekjulágar konur eiga erfiðara með að fá barnapössun og slá nákomna um lán ef þær verða fyrir óvæntum útgjöldum.