Venjulegt líf - Axel

Tuttugasti þáttur Skrauts Bakkusar ber nafnið venjulegt líf því gestur minn að þessu sinni fer yfir það með mér hversu dýrmætt það er að eignast venjulegt líf. Axel  á langa edrúgöngu en það eru 34 ár síðan hann tók síðasta sopann. Axel  hefur unnið mjög djúpt í sjálfum sér og kann AA fræðin mjög vel. Það var mjög lærdómsríkt að spjalla við hann um sína reynslusögu og svo hvernig hann opnaði á tólf sporin tuttugu daga gamall, ennþá inni á Vogi. Hann fer yfir þessa andlegu leið í batanum með mér en það er mjög gefandi að tengjast fólki sem hefur fundið þá leið og er tilbúið að gefa af sér á svona opinn og heiðarlegan hátt. Að ná í svona dýpt skilar svo fallegri vinnu og fallegu lífi. Ég er ríkari í dag en ég var í gær eftir spjall mitt við Axel . Axel  er einn af oss 🙏Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli 🙏

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.