Valkostir lífsins - Kamilla

Í dag fæ ég til mín alveg hreint frábæra unga konu sem færir mér sína sögu. Af mikilli yfirvegun fer hún yfir það með mér hvernig hún fær að vita það mjög ung að árum að líklega sé hún alkóhólisti.Kamilla fer  yfir það með mér hvernig hún byrjaði að drekka frekar ung en hún var líka mjög ung þegar hún hættir í fyrsta skipti en 16 ára gömul fer hún í meðferð. Svo tekur lífið við en hún talar um nokkur þroskaskref í ferlinu og á hjartnæman hátt fer hún yfir það með mér þegar henni voru gefnir valkostir sem leiddu hana aftur inn í bata eftir fall. Afar sterk saga af sterkri konu sem fann þennan góða bata sem hún er í í dag en hún er mjög öflugur félagi sem reynist mörgum vel. Kamilla Rún er ein af oss 🙏Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli 🙏

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.