Sporatal - Haukur

Við tökum léttan hliðardans í dag Ég fæ til mín guðfaðir Skrauts Bakkusar hann Hauk Guðberg. Haukur var fyrsti gestur minn í þessu hlaðvarpi og hefur alltaf verið sérlegur ráðgjafi minn í þessum málefnum. Þar sem aðstæður voru þannig að ég lá í covid rétt áður en ég fór til Barcelona í vikunni þá ákvað ég mér að taka þennan hliðardans og spjalla við Hauk. Við Haukur tökum svokallað sporatal í þessum þætti þar sem hann velur spor til að ræða um. Úr varð þessi fína umræða um fjórða og fimmta sporið sem eru tvö mjög stór spor í 12 spora kerfinu. Haukur valdi einnig lag vikunnar sem er lagið Save me með Jelly Roll. Hann ræðir aðeins söguna á bak við texta lagsins. Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli 🙏

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.