Skoðun læknisins & Alkaspjall

Í dag fer ég aðeins út af vananum. Ég fékk einn af oss til þess að lesa úr bókinni. Skoðun læknisins er mjög góður og áhugaverður kafli sem er lesinn að þessu sinni. Eftir lestur sló ég á þráðinn til Pálma Fannars og við tókum alkaspjall. Alkaspjall er mikilvægt fyrir mig. Ég hef ótrúlega gott af því að heyra í mínum félögum og Pálmi Fannar er einn af þeim sem ég heyri oft í þegar ég þarf á alkaspjalli að halda. Það sem við ræðum er að sjálfsögðu út frá okkar reynslu og því okkar skoðun á hinum ýmsu málefnum. Í dag ræðum við um mikilvægi þess að vera þátttakandi í kringum fundina, vera virkur í þjónustu og gefa sér tíma. Fyrir mig var þetta mjög góður þáttur því hlustun og alkaspjall er frábær formúla í vinnunni. Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli 🙏

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.