Nýtt líf - Eymundur

Í dag spjalla ég við mann sem hefur reynst mér persónulega mjög vel í mínum bata. Eymundur Ingi Ragnarsson er alkóhólisti í góðum bata. Hann fer hér á afar einlægan hátt yfir sína sögu. Eymundur kemur inn á margt í spjallinu eins og hvers mikils virði það er að vera í góðum bata. Finna þessa svokölluðu hugarró og góð tengsl við fólkið sem hann elskar, góð tengsl við aðra alka í bata. Ég er afar þakklátur honum Eymundi því hann átti sinn stóra þátt í þessu hlaðvarps verkefni hjá mér og hefur, eins og ég sagði,  reynst mér afar vel. Eymundur er einn af oss 🙏Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli 🙏

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.