Besta útgáfan af mér - Sandra

Í þessum þætti tala ég við hana Söndru Grétarsdóttir. Sandra kemur úr góðu umhverfi, umvafin góðu fólki og gegnur vel í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Þegar hún svo missir barnungan son sinn hrynur veröldin eins og hún þekkir hana. Ekkert foreldri á að þurfa að ganga í gegnum þannig missi en þarna er Sandra rétt um tvítugt. Áður en hún veit af dregst hún inn í neyslu þar sem það verður hennar leið til þess að deyfa sársauka og söknuð. Sandra fer hér á afar heiðarlegan og hugrakkan hátt yfir sína sögu og lýsir ferlinu frá dökkum heimi fíkniefnanna yfir í þá glæsilegu persónu sem hún er í dag. Saga hennar snerti mig djúpt og kennir manni sitthvað um það sem skiptir máli í lífinu. Sandra Grétarsdóttir er ein af oss 🙏Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli 🙏

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.