Að fylla í tómarúmið - Bríet Ósk

Í dag heyri ég í henni Bríeti. Bríet á sína sögu sem hún deilir með okkur á hjartnæman hátt. Að fylla í tómarúmið eða að eltast við það að búa til stöðutákn lífsins reyndist henni erfitt.  Fíknin kom snemma fram í henni og hún talar opinskátt um baráttu sína við matarfíkn sem verður stjórnlaus. Bríet fer yfir það með mér hvernig slæmur tími leiðir hana áfengisdrykkju sem verður svo stjórnlaus á skömmum tíma.Áhugaverðast er svo saga hennar af batanum. Hún er mjög öflugur sterkur einstaklingur sem tekur daginn í dag föstum tökum. Það er aðdáunarvert að heyra hana tala um hvernig batinn hefur breytt henni í einstakling sem kann að hlusta og vera til staðar fyrir aðra. Afar hollt og gott að hlusta á Bríeti sem er ein af oss 🙏Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli 🙏

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.