Leikhorn: Saman í sandkassa

Sandkorn - A podcast by Stúdering á Svörtu söndum

Categories:

Er ævintýrum Svörtu sanda lokið? Gæti verið að það sé pláss fyrir framhald og þar af leiðandi aðra seríu?  Í þessum hátíðlega aukaþætti Sandkorna taka þeir Tómas og Baldvin á móti helstu leikendum syrpunnar. Þau deila á milli sín sögum, fróðleiksmolum og nýtíðindum, allt sem að baki var og það sem bíður í nálægri (sem fjarlægri) framtíð.  Berlinale, sería tvö, leiktækni, undanþágur vegna Covid og væntingar og viðtökur áhorfenda eru á meðal umræðuefna, ásamt því hvort til séu náriðlar með hjarta, hvernig var fyrir alla að vinna í miðjum heimsfaraldri, ketilbjöllum Ævars Þórs o.fl.  Velkomin í Sandkassann (e. „cast-castið“). Þáttastjórnendur taka á móti Aldísi Amah Hamilton, Kolbeini Arnbjörnssyni, Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, Þór Tulinius og Ævari víkingamanni. Efnisyfirlit: 00:00⁠ - Inngangur: Ævar víkingamaður ⁠06:00⁠ - ⁠Traust samband um ekkert traust ⁠09:00⁠ - Næmni Salómons ⁠11:24⁠ - ⁠Að vera eða vera ekki náriðill ⁠13:20⁠ - ⁠Harkan frá Se7en ⁠19:00⁠ - ⁠Eins og barn í nammibúð ⁠22:00⁠ - ⁠Elín og leikarainnistæðan ⁠25:00⁠ - ⁠Krúttlegasta lögga Íslandssögunnar ⁠26:00⁠ - ⁠Vinnufriður þökk sé COVID ⁠30:20⁠ - ⁠Hvað er svona merkilegt við Berlín? ⁠35:40⁠ - ⁠Þegar stórt er spurt um seríu tvö ⁠36:30⁠ - ⁠Samkennd og innsæi ⁠42:35⁠ - ⁠Geirar mega flokka sér ⁠46:40⁠ - ⁠Löggur eru líka fólk ⁠48:40⁠ - Kindin ógurlega; gúrme eða gubb? ⁠50:50⁠ - ⁠Kaldir dagar á setti og næstu kaflar ⁠53:45⁠ - ⁠Listin að túlka meingallað fólk ⁠1:05:00⁠ - ⁠Hver er EKKI morðinginn? ⁠1:08:00⁠ - ⁠Gústi, Raggi og útlendingahatrið ⁠1:16:30⁠ - ⁠Steinunn Ólína opnar sig ⁠1:21:00⁠ - ⁠Siðblinda og sterkur skúrkur ⁠1:23:00⁠ - Viskan, læknarnir og óvænt gjöf