4. Um kindina, kynhvötina og harðhausinn að sunnan
Sandkorn - A podcast by Stúdering á Svörtu söndum
Categories:
Í fjórða þætti er meira lagt á Anítu og vinnuálagið þegar lögreglan á Glerársandi neyðist til að taka á móti „hot-shottanum“ að sunnan og þungum farangri hans. Gústi er loksins kominn úr felum en óþægindin magnast þegar erfiðara verður að aðskilja starfið og einkalífið á meðan hitnar í kolunum hjá fleirum en bara makanum hans Gústa.Tómas og Baldvin hafa nóg til að stúdera enda markar fjórði kafli mikla gírskiptingu fyrir seríuna eins og hún leggur sig; þar sem speglanir, spíralar, fiðrildi og fuglar eru allsráðandi í andrúmsloftinu. Tómas kallar þetta „rómantískan farsakomedíuþriller.“Einnig eru kynlífssenur þáttarins skoðaðar út og inn ásamt umræðum um umdeilda hljóðvinnslu á frumsýningardegi fyrsta þáttar og sárum, ósögðum sannleikanum á bak við íslenska sendiferðabíla. Þá eru rök færð fyrir því hvort nokkuð eigi að spá í rauðsíldarfánann en þeirri spurningu er allavega svarað um hvernig tókst að finna nýja víkinginn í Ævari Þór. Efnisyfirlit: 00:00 - Þetta intró rúlar 00:23 - Kynlíf gefur tóninn 01:31 - Steffí og sambandskrísan 03:33 - Hott-sjottinn að sunnan 05:36 - Lítill heimur minnkandi fer 09:04 - Árekstur einkalífs og atvinnu 15:32 - Salómon til bjargar 18:42 - Mistök í hljóðvinnslu 20:40 - Steffí keyrir hjónabandið áfram 22:30 - Tímabært að svara spurningum 32:31 - Núans í nándinni 35:05 - Hin óútreiknanlega Elín 41:20 - Spíralhringir og víkinga-Ævar 46:12 - Hvernig á að flokka þættina? 48:10 - Kvikmyndagerðarsenan á Akureyri í denn 56:10 - Útlendingalosun ofl.