9. Daufur er barnlaus bær
Sandkorn - A podcast by Stúdering á Svörtu söndum
Categories:
Þá er komið að seríu tvö. Baldvin og Tómas hafa sum sé framlengt ferðalag sitt um að djúpgreina helstu leyndarmál Glerársanda og framvinduna sem um ræðir í þetta sinn. Heill heljarinnar haugur af góðgætum bíður krufninga og má búast við alls konar sögum af framleiðslunni og meiru tengdu kvikmyndagerð. Tæplega þrjú ár hafa liðið síðan Svörtu sandar litu fyrst dagsins ljós en í heimi sögunnar eru fimmtán mánuðir liðnir frá örlagaríkri og átakanlegri viku þar sem áhorfendur skildu síðast við þau Anítu, Gústa, Fríðu og fleiri kunnuglega á Glerársöndum. Bætist að vísu við áhersla á næstu kynslóðina að þessu sinni. Einhver þarf auðvitað að hugsa um börnin. Skemmst er að segja frá því að martröðin er fjarri því að vera á enda og kemur þá upp nýtt sakamál, á besta tíma, nema í þetta skiptið verða hlutirnir enn nátengdari okkar ‘hetjum’ en fyrr. Allt þetta má rekja til gamla fósturheimilisins á Gullsöndum, þar sem deila má um hvort svörin vekja meiri óhug en spurningarnar. Efnisyfirlit: 00:00 - Listin speglar lífið 03:51- Þyrlur og löggubílar 05:10 - Hvernig small sería tvö saman? 13:52 - Krydd í handritsteymið 19:27 - Spákorn 21:29 - Ísköld opnun 25:25 - Hvernig gat þetta gerst? 30:05 - Bærinn hvorki barnlaus né daufur 33:32 - Stór heimsókn 37:30 - Valdið og veldi Davíðs 39:52 - Núans og ‘90s krakkar 47:02 - Erfið sena 53:50 - Tími til að lifa 58:04 - Erlendur gestur?