Kynjaþing, þungunarrof í Færeyjum og ræðismaður Nasista í Reykjavík
Samfélagið - A podcast by RÚV
Categories:
Um helgina hélt Kvenréttindafélag Íslands kynjaþing í sjöunda skipti. Í ár var þingið haldið í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og ýmislegt var rætt – meðal annars hin svokallaða anti-gender-hreyfing, vesturnorræn jafnréttisbarátta og þungunarrofslöggjöf í Færeyjum. Samfélagið kíkti við á þinginu á laugardag til að ræða við þau sem þarna voru saman komin, og við heyrum af því í þættinum í dag. Og samkvæmt venju annan hvern mánudag heimsækjum við Þjóðskjalasafn Íslands, þar sem Njörður Sigursson aðstoðarþjóðskjalavörður tekur á móti okkur og segir okkur frá vægast sagt athyglisverðum þýskum ræðismanni á Íslandi árið 1939.
