#53 - Masterclass með Lewis - Lewis Hendrie

Þrír á stöng - A podcast by Þrír á stöng

Veiiiióveiveiheyveiheyjó Lewis Hendrie og Ólafur Hilmar Foss mættu í þáttinn að þessu sinni. Óla þarf kannski ekki að kynna fyrir hlustendum því hann hefur áður verið gestur í þættinum en nú mætir hann með veiðivini sínum, Lewis. En Lewis sá er mikill veiðimaður og keppir í fluguveiði með enska landsliðinu um allan heim og hefur unnið til fjölda verðlauna í sportinu. Við fræddumst um veiðiferil hans og fáum að vita hvernig þessar keppnir fara fram og hvaða aðferðum er keppt í. Við fáum að vita allt um að mastera euro nymphing-tæknina og hvað ber að forðast en Lewis er þekktur fyrir að vera einstaklega óheppinn. Ef eitthvað getur farið úrskeiðis er næstum víst að það gerir það. Við vonum að þið njótið, við nutum.