#5 Helga veiðir - Bæjarlækurinn og kavíarinn
Þrír á stöng - A podcast by Þrír á stöng

Í þætti vikunnar er Helga Gísladóttir til viðtals. Það þekkja hana margir undir nafninu 'Helga veiðir' á samfélagsmiðlum. Krókurinn beygðist snemma hjá Helgu og hún stundaði fiskræktun í læknum við sveitabýli fjölskyldunnar þegar hún var ung stúlka. Helga smíðaði sér sína fyrstu veiðistöng sjálf og aflaði á hana með góðum árangri. Á fullorðinsárunum blossaði svo ástríðan upp í Veiðivötnum og síðar hjá kvennadeild SVFR en í kjölfarið verður Helga heltekin af fluguveiði. Baráttan við að elska að hata laxveiði og hata að elska laxveiði gerir vart við sig. Best líður Helgu þó í bæjarlæknum en það kallar hún Þjórsá. Helga er einnig fær fluguhnýtari og hún segir okkur meðal annars frá nýjustu smíð sinni af væsnum, flugu sem hún kallar Kavíarinn. Sú hefur nú þegar vakið eftirtekt bæði manna og fiska. Þetta var ansi skemmtilegt spjall sem við áttum. Vonandi hafið þið gaman að því við höfðum það.