#4 Veiði Eiður- Fluguhnýtingarnar og vötnin á höfuðborgarsvæðinu.

Þrír á stöng - A podcast by Þrír á stöng

Kæra veiðifólk Í þessum geggjaða þætti fáum við engan annan en Eið Kristjánsson í heimsókn. Það mætti segja að Eiður hafi byrjað fremur seint í veiði og hnýtingum en á þeim tíma sem hann hefur iðkað hvort tveggja hefur hann náð ótrúlegum árangri. Í þættinum köfum við djúpt í vötnin á höfuðborgarsvæðinu og tökum sérstaklega fyrir Vífilsstaðavatn og Elliðavatn og eftir hlustun ættu allir, og þá meinum við allir, að geta veitt í þessum vötnum. Við ræðum að sjálfsögðu fluguhnýtingar Eiðs og vinsæla YouTube-rás hans þar sem hann gerir hnýtingunum skil. Njótið því við meira en nutum.