#3 Þingvallaurriðinn, murtan og bleikjan
Þrír á stöng - A podcast by Þrír á stöng

Jæja, kæra veiðifólk. Í þessum yfirgripsmikla og afskaplega fróðlega þætti fáum við engan annan en Jakob Sindra Þórsson til okkar og köfum djúpt í sjálft Þingvallavatn. Við þorum að fullyrða að eftir hlustun geti þeir sem þekkja vatnið vel veitt það enn betur og þeir sem ekki hafa veitt í því geta byrjað að hala inn fiska. Við förum yfir magnaðar flugur sem Jakob er að hnýta og eru hreint magnaðar og tölum einnig aðeins um Hraunsfjarðarvatn og Baulárvallavatn svo eitthvað sé nefnt. Við vonum svo sannarlega að þessi þáttur hjálpi öllum veiðimönnum sem hyggjast veiða mögnuðu fiskana sem Þingvallavatn geymir. Vonandi njótið þið því við nutum í botn.