#16 Villimaðurinn Elías Pétur
Þrír á stöng - A podcast by Þrír á stöng

Aveijó aveijó. Í þætti vikunnar fengum við gest sem vart þarf að kynna fyrir neinum veiðimanni því þetta er enginn annar en Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson. Þrátt fyrir ekkert svo háan aldur hefur Elías náð miklum og góðum tökum á tja nánast öllu sem kemur nálægt veiði. En í þessum þætti förum við djúpt í nokkur ársvæði meðfram því að kynnast Elíasi betur. Við köfum djúpt í Hólmsá, Skagaheiðina og Víðidalsá. Einnig fræðumst við um starfsemi NASF og það góða starf sem þar fer fram. Við droppum aðeins inn í laxeldisumræðuna og engu munaði að allt syði upp úr en það rétt slapp. Þetta er þáttur sem engin á að missa af. Njótið þó best með MALBYGG. ok bæ