#1 Þriggja stanga tal

Þrír á stöng - A podcast by Þrír á stöng

Sælt veri veiðifólkið. Jæja, þá er hlaðvarpið Þrír á stöng farið af stað. Umsjónarmenn eru Árni Kristinn Skúlason, Hafsteinn Már Sigurðsson og Jón Stefán Hannesson. Í þessum fyrsta þætti förum við yfir það hvernig þættirnir koma til með að vera hjá okkur í grófum dráttum í vor og sumar. Við förum líka yfir vorveiðina á komandi veiðitímabili og kynnum til leiks umræðuhópinn okkar á Facebook en þar getur veiðifólk rætt einstaka þætti og atriði úr þeim, hvað það vill sjá og heyra og koma með spurningar um hvern þátt fyrir sig eða bara almennt um veiði. Við vonum svo sannarlega að þið hafið gaman að þessu því við höfðum það. Við þökkum styrktaraðilum okkar, Veiðikortinu og Malbygg, kærlega fyrir stuðninginn. Njótið.