4. Njáls saga - Höskuldarviðvörun

Tungurnar höfðu verið varaðar við, þær vissu örlög þeirra sem reyna að greiða úr hinum mörgu þráðum Njálu. Hlustuðu þær - nei. Það verður til þess að þrátt fyrir gott gengi í Noregsköflunum um Víga Hrapp þá fara þræðir Njálu að herðast um kverkar þeirra eins og Urður, Verðandi og Skuld séu að hengja þá. Tunguknörrinn brotnar í spón á ströndum kaflanna sem fjalla um Höskuldana tvo. Lifa þeir þetta af? Verður annar þáttur? Hlustið og hlýðið. Viltu styrkja okkur styðja við lestur Íslendingasagnanna? Hérna getur þú nálgast Patreon síðu Ormstungna: https://www.patreon.com/ormstungur

Om Podcasten

Íslendingasögurnar! Ormstungur er umræðuþáttur þar sem tveir kennarar, Hjalti Halldórsson og Oddur Ingi, ræða helstu Íslendingasögurnar á léttu nótunum. Tilgangur hlaðvarpsins er að styðja við lestur og upplifun á Íslendingasögunum.