Þungunarrof í bókmenntasögunni
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Fjallað er um hvernig rithöfundar hafa tekið á þungunarrofi í skáldsögum og leikverkum. Sagt er frá lýsingum á þungunarrofi í 18. aldar breskum skáldsögum, líkt og verkum Samuels Richardsons og Mary Wollstonecraft; sagt er frá þungunarrofi í skáldskap súffragetta um aldamótin 1900; og sagt frá þungunarrofi í íslenskum skáldskap, í skáldsögum eftir Halldór Laxness, Ragnheiði Jónsdóttur og Þórdísi Gísladóttur, meðal annarra. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og lesari með henni er Jóhannes Ólafsson.