Síðustu réttarhöld Franz Kafkas

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er fjallað um málaferli um handrit Franz Kafkas. Rithöfundurinn Franz Kafka lést langt um aldur fram árið 1924 og bað vin sinn að brenna öll skjöl sín. Í stað þess að brenna handritin, undirbjó Max Brod þau til útgáfu og starfaði alla ævi að því að kynna og upphefja skáldskap vinar síns. Þegar Brod lést komust handritin í hendur ritara hans, Esther Hoffe, og svo dóttur hennar Evu, allt þar til Landsbókasafn Ísraels krafðist yfirráða yfir skjölunum. Í þættinum er sagt frá vinskap Kafkas og Brods og baráttunni um handritin. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og lesari með henni er Jóhannes Ólafsson.