Salka Valka, Millimál og milli mála, og nýþjóðernishyggja
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Horft til tlbaka til nýliðins árs um leið og slóðin er fetuð fram á við. Í þættinum er sagt frá frétt þess efnis að á með vorinu sé von á nýrri ensksri þýðingu á SölkuVölku Laxness. Þá er rætt við Eirík Bergmann um bók hans Þjóðarávarpið, popúlísk þjóðernisumræða í hálfa öld. Einnig er rætt við Önu Stanicevic um nýtt tvöfalt hefti skandinavíska bókmenntatímaritsins Kritiker sem Ana og Jacob Ölgaard Nyboe ritstýr og ber titilinn Mellem mål og mellemmål - Millimál og milli mála. Í heftinu er í greinum, ritgerðum og skáldskap 24urra fræðimanna og skálda fjallað um margvíslegar hliðar þeirrar gerjunar og þróunar tungumálal, einkum á Norðurlöndunum, á 21. öld. Lesið er brot úr ljóði Fríðu Ísberg Að brjóta. Umsjónarmenn: Jórunn Sigurðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson