Orð*um þungarokk, loddara og vörumerki

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Tilfinningar eru fyrir aumingja nefnist önnur skáldsaga rithöfundarins Kamillu Einarsdóttur. Bókin segir frá Höllu sem á í sambandsslitum og nennir ekki að hlusta lengur á vinahópinn sinn ræða um stormjárn og pípulagnir og leggur því til að hópurinn stofni þungarokkshljómsveit. Við tökum Kamillu tali um bókina og heyrum jafnvel smá þungarokk í þætti dagsins. Þau eru ófá vörumerkin sem Kristín Þorkellsdóttir hannaði en nú á dögunum kom út bók sem gefur ítarlegt yfirlit yfir feril hennar og heitir einfaldlega Kristín Þorkellsdóttir. Jórunn Sigurðardóttir ræðir við höfunda bókarinnar. Þær Birnu Geirfinssdóttur bókahönnuð og Bryndísi Björgvinsdóttur rithöfund og þjóðfræðing. Og að lokum hugum við svo að loddaralíðan. En það er sú tilfinning að finnast maður ekki eins klár og aðrir halda að maður sé og óttast að það komist upp um mann. Berglind Ósk gaf nýverið út bók um þetta málefni sem samanstendur af smáprósum, örsögum og ljóðum. Berglind Ósk heimsækir þáttinn og segir frá Loddaralíðan. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Jórunn Sigurðardóttir