Orð*um Svíþjóð... barnabækur og bókmenntaverðlaun

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er fjallað tilnefningar Svíþjóðar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs: Fuglinn í mér flýgur hvert sem hann vill eftir Söru Lundberg og Norra Latin eftir Söru Bergmark Elfgren. Einnig er rætt um ásakanir um kynferðislegt ofbeldi og áreitni í kjölfar #MeToo umræðunnar sem skekið hafa Sænsku akademíuna og leitt hafa til þess að Nóbelsverðlaunin í bókmenntum verða ekki afhent í ár. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og lesari er Jóhannes Ólafsson.