Orð*um kynusla og #MeToo á miðöldum

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er fjallað um konur og bókmenningu á miðöldum. Sagt er frá nýlegri uppgötvun fornleifafræðinga í Þýskalandi, sem báru kennsl á konu sem líklegast hefur verið mikilsvirtur skrifari handrita á elleftu öldinni. Rætt er við Guðrúnu Ingólfsdóttur sem rannsakað hefur skrif og bókmenningu kvenna á Íslandi á miðöldum fram á átjándu öld og sagt frá miðaldarómönsunni Roman de Silence, frönsku söguljóði frá upphafi þrettándu aldarinnar sem segir frá riddara sem fæddur kona. Í sögunni er tekist á við spurningar sem við glímum enn við í dag um stöðu kvenna, kynvitund og #MeToo. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir.