Orð*um gamla konu á puttaferðalagi og drengi og afa þeirra í Færeyjum
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Orð*um bækur 28. ágúst 2022 Í þættinum er litið við í útgáfuhófi Sigurlínar Bjarneyjar Gísladóttur ljóðskálds og rithöfundar vegna skáldsögunnar Sólrún. Þar heyrist í Pétri Má Ólafssyni útgáfustjóra Bjarts sem og Sigurlínu Bjarney sem les stuttan kafla úr sögu sinni. Einnig er rætt við Sigurlín Bjarney. Í síðari hluta þáttarins er rætt við færeyska bókmenntafræðinginn Guðrun í Jakupsstovu um tilnefningar Færeyinga til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Guðrún segir frá ljóðabókinni Sólgarðurinn eftir Beini Bergsson og les 3 ljóð úr bókinn. Umsjónarmaður les tvö þeirra í eigin snörun. Þá segir Guðrún frá barnabókinni Abbi og eg og abbi eftir Dánial Hoydal og Annika Öyraböer. Umsjónarmaður er Jórunn Sigurðardóttir