Orð*um borgir, heima og Lólítur
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Borg bróður míns nefnist nýtt smásagnasagn eftir Kristínu Ómarsdóttur gefið út af Benedikt bókaútgáfu. En það er safn sagna, ? skyndimynda ? skjáskota ? brota ? sem Kristín (skrifaði og) safnaði saman. Bókin er þematískt á svipuðum slóðum og skáldsagan Svanafólkið sem Kristín sendi frá sér árið 2019. Borg bróðir míns er í samræðu við vald, misrétti, sannleikan og lygarnar, svo fátt eitt sé nefnt. Kristín Ómarsdóttir segir frá verkinu í þætti dagsins. Gunnar Theódór Eggertsson gaf á dögunum út barna- og ungmennabókina Nornaseiður hjá Vaka-Helgafell, en sú bók er sú fyrsta í ævintýraseríu sem hann nefnir Furðufjall. Í bókinni fylgja lesendur persónunum Ímu og Andreasi sem opna ævintýraheiminn með forvitni sinni og hrakföllum. Íma er álfur sem dreymir um að verða norn. Andreas er manneskja sem dreymir um að verða riddari. Í bókinni hrinda þau af stað röð atburða sem leiðir saman mannheima og álfheima. Þorsteinn Vilhjálmsson, fornfræðingur, veltir í dag fyrir sér Lólítu, ekki aðeins persónunni úr skáldsögu Vladimirs Nabokovs heldur vísuninni ?Lólíta? sem virðist hafa öðlast sjálfstætt líf í samfélagsumræðunni okkar sem tákn ungrar stelpu sem tælir til sín eldri menn og rústar síðan lífi þeirra. Í innslagi sínu ræðir Þorsteinn við Kristínu Svövu Tómasdóttur, sagfræðing og skáld, um lólítufyrirbærið en styðst einnig við þrjár bækur til að varpa ljósi á það, Lólítu Nabakovs, bókina Vanessa mín myrka eftir Kate Elizabeth Russell og Samþykki eftir Vanessu Springora. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Jórunn Sigurðardóttir