Orð um vonda karla á 21. öld og fögur ljóð innblásin af sautjándu öld
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum er sagt frá tveimur nýútkomnum þýðingum, sálfræðilegum glæpatrillum. Þetta eru annars vegar skáldsagan Þar sem ekkert ógnar þér eftir Simone von der Vlugt og hins vegar Dóttir mýrakóngsins eftir Karen Dionne en báðar bækurnar eru þýddar af Rögnu Sigurðardóttur rithöfundi. Í þættinum er rætt við Rögnu lesin nokkur brot úr báðum bókum. Þá er leikin upptaka frá útgáfuhófi Sigurlínar Bjarneyjar Gísladóttur vegna útkomu ljóðabókar hennar Undrarýmið. Sigurlín Bjarney Gísladóttir les eftirfarandi ljóð úr bók sinni Undrarýmið: selva oscura; Mannhelgikvæði; Nokkur orð um fegurðina; Þú ert úthaf. Einnig er rætt við Sigurlín Bjarney og hún las ljóðið Gárur í sveigðu rúmi. Lesari: Hafdís Helga Helgadóttir