Orð um ævintýri og alvöru á bókmenntahátíð

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Þátturinn er að þessu sinni helgaður Aþjóðlegri bókmenntahátíð í Reykjavíík 2023. Litið yfir dagskrána og staldrað við fáeina viðburði og í því samhengi rifjuð upp umfjöllun um nokkra af höfundunum í þættinum Orð um bækur. Þannig er rifjað upp viðtal frá árinu 2020 við Þorgerði Öglu Magnúsdóttur og Maríu Rán Guðjónsdóttur hjá Angústúru um Jenny Colgan og bækur hennar sem segja má að séu ævintýri úr samtímanum. Einnig rifjuð upp umfjöllun um bókina Jeg lever et liv som ligner deres (Ég lifi lífi sem líkist ykkar) eftir Norðmanninn Jan Grue sem líkt og Jenny Colgan er gestur bókmenntahátíðar. Sagt er frá bók Grue og Gunnar Hansson les nokkur brot úr sögunni í snörun umsjónarmanns. Einnig rætt við Hörpu Rún Kristjánsdóttur um afmælishátíð Bókakonustofu á Eyrarbakka, Máttugar meyjar, sem haldin er á sama tíma og Bókmenntahátíð í Reykjavík stendur yfir og standa þessar báðar hátíðir fyrir einum sameiginlegum viðburði í Konubókastofu sunnudaginn 23. apríl. Þættinum lýkur svo á brotum úr annars vegar þættinum Bók vikunnar frá haustinu 2018 þar sem nóvellan Sorgarmarsinn eftir Gyrði Elíasson var til umfjöllunar. Gyrðir heyrist segja nokkur orð um tilveru listamannsins og les auk þess brot úr bókinni. Einnig er rifjað upp viðtal við Gyrði í þættinum Orð um bækur frá haustinu 2016 þar sem fjallað var um systurbókaparið Langbylgja og Síðasta vegabréfið. Rætt um einkenni ljóða og smáprósa og Gyrðir les smáprósann Hugur leitar hljóðra nátta. Lesari Gunnar Hansson Umsjónarmaður. Jórunn Sigurðardóttir