Orð um ævintýrabækur og goðsögur, sem og um ást og missi
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum er sagt frá hvorki fleiri né færri en sex bókum sem tilnefndar eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2020 en verðlaunin verða afhent 24. október næstkomandi. Sagt er frá eftirtöldum bókum í þættinum. Ljóðabókinni När vändkrets läggs mot vändkrets eftir hina álensku Mikaelu Nyman og skáldsöguna Ekki fyrr en tá eftir Færeyinginn Oddríð Marni Rassmussen sem báðar eru tilnefndar til inna gamalgrónu Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þá er sagt frá eftirfrandi bókum sem tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en það eru Orpilissat nunarsuarmi kusanarnersaat eða hHeimsins fegursta jólatréð eftir hinn grænlenska Juaaka Lyberth og Maju-Lisu Kehlet; Loftar tú mér eða Grípurðu mig eftir Rakel Helmsdal; Guovssu Guovssahasat eða Norðurljósin hans Guovssu eftir Anne buljo með myndum eftir Ingu-Wiktoriu Påve og að síðustu einnig skáldsöguni Segraren eða Sigurvegarinn eftir Karinu Erlnadsson sem tilnefnd er af Álandseyjum. Sagt er lítilllega frá öllum þessum verkum og höfundum þeirra og lesin brot úr sumum þeirra í snörun umsjónarmanns. Undir lok þáttar er svo spáð ögn í hve bókanna 27 sem tilnefndar eru annars vegar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hins vegar til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en 13 verk eru tilnefnd til þeirra fyrrnefndu og 14 til þeirra síðarnefndu. Lesarar í þættinum eru Leifur Hauksson og Þórhildur Ólafsdóttir