Orð um verðlaunahafa, ljóð, feminíska útópíu og útgáfuhóf
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Á þriðjudaginn voru hin mikilsvirtu bókmenntaverðlaun norðurlandaráðs veitt. Og var það Niviaq Korneliussen sem hlaut verðlaunin fyrir bók sína Naasuliardarpi eða Blómadalurinn. Bókin gefur lesendum innsýn inn í líf Grænlendinga í dag, hún skoðar áhrif nýlenduhyggjunnar og þau áföll sem henni fylgdu og samfélagið er enn að glíma við í dag. Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 hlaut sænski rithöfundurinn Elin Persson fyrir bókina De afghanska sönerna en sú bók þykir skapa alveg einstakt andrúmsloft og marglaga persónur sem auðvelt er að finna til samkenndar með en frásögnin þykir líka gera mörkin milli góðs og ills nokkuð óskýr. Í þætti dagsins ræðum við við skáldið Ragnheiði Lárusdóttur sem hlaut í fyrra bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir bókina 1900 og eitthvað. Nú í haust gaf hún út ljóðabókina Glerflísakliður þar sem hún yrkir um sorg og missi. Melkorka Gunborg Briansdóttir fer með okkur rúm 100 ár aftur í tímann og rifjar upp skáldsögunna Herland eftir Charlotte Perkins Gilman sem kom upphaflega út sem framhaldssaga í tímaritinu The Forerunner. Sagan er feminísk útópía sem fylgir þremur karlmönnum sem ferðast á frumbyggjaslóðum og finna þar hið ógnvænlega og dularfulla landa kvenna. Undir lok þáttar leggjum við leið okkar niður í bæ. Í Bókabúðum máls og menningar á laugavegi fór á dögunum fram útgáfuhóf bókarinnar Guð leitar að Salóme eftir rithöfundinn Júlíu Margréti Einarssdóttur. Við heyrum hana kynna bókina og lesa uppúr henni á sviðinu í bókabúðinni. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson Lesarar: Kristján Guðjónsson og Anna Marsibil Clausen