Orð um verðlaun og verðlauna ljóð og skáldsögur um ást og ofbeldi
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum flytur nýr handhafi lljóðstafs Jóns úr Vör, Brynja Hjálmsdóttir, verðlaunaljóð sitt auk þess sem rætt er við skáldið. Einnig rætt við Anton Helga Jónsson ljóðskáld sem fylgst hefur með verðlaununum allt frá því þau voru veitt í fyrsta sinn árið 2001. Síðari hluti þáttarins er svo helgaður skáldskap um ofbeldi en á síðasta ári komu að minnsta kosti út þrjár bækur sem einbeitt fjalla um þessa meinsemd í mannlegum samskiptum. Þetta eru skáldsögurnar Allir fuglar fljúga í ljósið eftir Auði Jónsdóttur, Konan hans Sverris eftir Valgerði Ólafsdóttur og sannsagan Meydómur eftir Hlín Agnarsdóttur. Í þættinum er rætt við alla þessa höfunda um bækur þeirra og um aðferðir skáldskaparins til að fjalla um ofbeldi. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir