Orð um útgáfuhóf og ferðalög milli heima, landa og til tunglsins
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum er skrensað í gegnum þrjú útgáfuhóf á síðustu vikum eb nú líður varls svo dagur að ekki sé haldið útgáfuhóf einhvers staðar. Litið er inn í útgáfuhóf Einars Steins Valgarðssonar í bókabúð forlagsins á Fiskislóð en Einar fagnaði útgáfu þýðingar sinnar á Skugga ástarinnar eftir Mehmed Uzun, einnig litið inn í útgáfuhóf á Lofthostel þar sem Auður Jónsdóttir fagnaði útkomu nýrrar skáldsögu Allir fuglar fljúga í ljósið og að endingu heyrum við Emil Hjörvar Pedersen sem fagnaði útkomu skáldsögunnar Hælið bæði sem bók og hljóðbók. Einnig heyrðist í útgefendum þessara bók Elísabetu Hafsteinsdóttur útgáfustjóra Storytell; Páli Valsyni ritstjóra Bjarts og Jakobi hjá Sögum. Þá er í þættinum sagt frá bókunum fjórum sem sjálfstjórnarsvæði Norðulandanna tilnefna til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. JS segir frá Aima mætir fjallsins móður eftir grænlenska myndlistarmanninn og rithhöfundinn myndlistakonan Bolatta Silis-Högh og frá Den vandrende stjerna eftir hina samísku Kersti Paillto. Dagný Kristjánsdóttir segir frá færeysku unglingabókinni Eins og rótarskot eftir Marjun Syderbö Kjelnæs og Sunna Dís Másdóttir segir frá tilnefningu Álendinga sem er skáldsagan Nattexpressen eftir Karin Erlandsson. Lesarar í þættinum eru Halla Harðardóttir og Þórhildur Ólafsdóttir Umsjónarmaður Jórunn Sigurðardóttir