Orð um Unu, Ingibjörgu og Ós

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er rætt við tvo af fjórum forsvarsmönnum Unu útgáfuhúss, þau Kristínu Maríu Kristinsdóttur og Einar Kára Jóhannsson. Ung útgáfuhús er nýtt bókaforlag í Reykjavík sem ætlar að einbeita sér að því að gefa í bókmenntaverk sem ekki eru lengur fáanleg en eftirspurn er eftir en einnig verk ungra, óþekktra höfunda. Einnig er í þættinum rætt við Gunnar Þorra Pétursson og Katrínu Harðardóttur en þau héldu hvort sitt erendið á þingi um þýðingar Ingibjargar Haraldsdóttursem haldið var í Veröld þann 23. febrúar 2018. Þá er í þættinum rætt við Önnu Valdísi Kro, Helen Cova og Pedro Gunnlaug Garcia sem öll tengjast nýjasta hefti tímaritsins Ós Journal sem birtir einkum efni eftir höfunda sem ekki skrifa á íslensku en eru þó búsettir hér.