Orð um unglingsár, endurlit og stærstu bókakaupstefnu heims
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum Orð um bækur er að þessu sinni sagt frá nýafstaðinni, árlegri bókakaupstefnu í Frankfurt sem er sú stærst í heiminum. Sagt er frá heiðursgest hátíðarinnar sem var Georgía og georgískar bókmenntir sem og frá því að Norðmenn verða heiðursgestur að ári og er það halldór guðmundsson rithöfundur sem stjórnar því verkefni. Rætt er stuttlega við Halldór sem og við guðrúnu Vilmundar útgefanda sem nú sótti bókakaupstefnuna heim í tólft skiptið. Þá er í þættinum sagt frá tilnefningum Dana til Barna- og ungmennabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en Danir tilnefna annars vegr skáldsöguna Lynkineser eftir Jesper Wung-Sung og hins vegar skáldsöguna Hes, Horse, Pferd, Cheval eftir Mette Vedsö. Sagt er frá höfundunum og bókunum og lesin stutt brot úr þeim. Einnig sagt frá tilnefningu Grænlendinga sem eru endurminningar prestsins Magnus Larsen sem kallar þetta annað bindi æviminninga sinni Mit livs slædespur. Lesarar í þættinum eru Kristján Guðjónsson, Berglind Pétursdóttir og Leifur Hauksson.