Orð um tilnefningar og tvær erlendar skáldsögur að gefnu tilefni

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum sagt frá tilnefningum til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem kynntar voru í Gunnarshúsi af þeim Kristjáni Jóhanni Jónssyni og Silju Björk Huldudóttur 24. febrúar 2022. Ísland tilnefnir að þessu sinni skáldsögurnar Aprílsólarkulda eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur og Truflunina eftir Steinar Braga Guðmundsson. Einnig eru skoðaðar tilnefningar hinna Norðurlandanna. Þá ræðir Magnús Guðmundsson við Arnór Inga Hjartarson doktorsnema í Ulysses eftir James Joyce en um þessar mundir eru liðin 100 ár frá því sú merka skáldsaga kom út. Einnig er endurflutt viðtal Hauks Ingvarssonar við Áslaugu Agnarsdóttur þýðanda um skáldsöguna Dauðinn og mörgæsinn eftir úkraínska rithöfundinn Andrej Kurkov sem hún þýddi. Innslag úr Víðsjá frá 19/8 2005. Einnig flutt brot úr vitali Árna Bergmann við Andrej Kurkov ern hann var gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2005. Innslagið á dagskrá Víðsjár 29/12 2005 Lesari er Marteinn Breki Helgason Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir