Orð um stráka sem reyna að finna út úr lífinu og stelpur sem lifa því

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum Orð um bækur er sagt frá smásagnasafninu Samhengi hlutanna eftir Eygló Jónsdóttur sem kom út snemma í sumar hjá bókaútgáfunni Björt. Eygló les brot úr tveimur sögum og segir frá aðdraganda bókarinnar og skrifum sínum en Eygló hefur áður sent frá sér ljóðabók og barnabók. Þá er í þættinum sagt frá tilnefningum Norðmanna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Sagt er frá skáldsögunni Den goda vennen (Vinurinn góði) eftir Björn Esben Almaas og Vi er fem (Við erum fimm) eftir Matias Feldbakken. Sagt er frá báðum þessum bókum og lítillega frá höfundum þeirra. En báðar sögurnar eru samtímasögur sem fjalla um karlmenn en eru gerólkar í nálgun sinni, frásagnarmáta og samfélagslegri rýni. Lesari: Leifur Hauksson