Orð um sögu um karlmann í leit að friði og hryllingssögu fyrir börn

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er rætt við Þórdísi Þúfu Björnsdóttur sem nýlega sendi frá sér skáldsöguna Sólmundur. Einnig sagt frá tilnefningum Svía, Norðmanna og Álendinga til Barna - og unglingaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta eru bækurnar Risulven, Risulven eftirNinu Ivarson og Den förskräckliga historien om Lilla Hon eftir Lenu Ollmark og Per Gustavsson og rætt við Markús Má Efraím um hryllingssögur fyrir börn. Einnig sagt frá Det er ikke en busk eftir Eli Hovdenak og Alle sammen teller eftir Kristin Roskifte. Þá segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir frá bókinni På en trollsländas vingar eftir Ann-Christin Waller og Anni Wikberg. Lesari: Jóhannes Ólafsson