Orð um skáldið og þýðandann Jón Óskar

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

18. júlí 2021 voru hundrað ár liðin frá fæðingu Jóns Óskars skálds og þýðanda. Að því tilefni hafði verið undirbúin dagskrá til heiðurs Jóni Óskari og höfundarverki hans. Vegna samkomutakmarkanna árið 2021 varð ekki af þessari dagskrá fyrr 5. maí 2022. Dagskráin, sem var fjölsótt, fór fram í Gunnarshúsi og var hljóðrituð. Í þættinum er sagt nokkuð af lífshlaupi Jóns Óskars og leikin brot af upptökunni sem gerð var á dagsskránni þar sem ljóð eftir Jón Óskar voru bæði sungin og lesin upp og lesin smásaga. Í þættinum heyrist aðeins hluti þessarar viðamiklu dagskrár. Una Margrét Jónsdóttir, dóttir Jóns Óskars, segir frá þeirri uppgötvun sinni að Y. nokkur Admon, sem líklega er af úkraínskum uppruna, hafi fyrstur samið lag við ljóð eftir Jón Óskar. Þetta var ljóðið Ísland í september 1951 og mái í þættinum heyra Magneu Tómasdóttir syngja ljóðið við lag Y. Admon. Kristinn Örn Kristinsson leikur á píanó og er hér væntanlega um heimsfrumflutning að ræða. Einnig heyrist þættinum Katrín Ásmundsdóttir lesa þetta sama ljóð. Þá heyrðist Ævar Kjartansson lesa brot úr bréfi, sem Oddný Eir Ævarsdóttir sendi samkomunni. Katrín Ásmundsdóttir les líka ljóðið Sannleikurinn úr ljóðabókinni Nóttin á herðum okkar frá 1958 og Þór Stefánsson les ljóðið: Ný ljóð, nýir draumar úr síðustu ljóðabók Jóns Óskar Hvar eru strætisvagnarnir frá 1995. Í þættinum er síðan rætt við Dr. Guðmund Brynjólfsson sem þann 10. maí 2022 varði doktorsritgerð sína: Ég sem þreyttur kem frá liðnum vetri; Um margbrotna stöðu skáldsins og þýðandans Jóns Óskars í íslensku menningarumhverfi. Þættinum lýkur á því að skáldið sjálft flytjur ljóð sitt Vorkvæði um Ísland.menningarumhverfi.Þættinum lýkur á því að skáldið sjálft flytur ljóð sitt Vorkvæði um Ísland. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir