Orð um skáld á þessari öld og síðustu

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er leikin upptaka á ljóðalestri frá upplestrarsíðdegi í Borgarbókasafninu í Grófinni 15. desember síðastliðinn. Höfundarnir sem heyrist í í þættinum eru Sjöfn Hauksdóttir sem les úr bók sinni Cecin´est pas une Ljóðabók, Ægir Þór Jähnke sem les úr Ódýrir endahnútar, Hörður Steingrímsson sem les úr bók sinni Blik og í Eyþóri Gylfasyni sem les úr bók sinni hvítt suð. Þá er í þættinum rætt við Ægir Thor Jähnke um ljóð hans og aðstæður ungra ljóðskálda hér og nú. Einnig rætt við Auði Övu Ólafsdóttur um snillinga og karllægni bókmenntalífsins hér á landi á síðustu öld en einnig um konu sem vil skrifa og strák sem vill sauma, um sagnfestu skáldskapar, Halldór Laxness og Ungfrú Ísland.