Orð um sigurljóð, sanna skáldsögu og fyrstu ljóðabók
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum Orð um bækur er að þessu sinni rætt við nýja vörslumanneskju ljóðstafs Jóns úr Vör en 21. janúar var tilkynnt að Þórdís Helgadóttir hefði hlotið ljóðastaf Jóns úr Vör árið 2021 fyrir ljóð sitt Fasaskipti. Í þættinum heyrist Þórdís flytja ljóðið við hátíðlega athöfn í salnum 21/1 síðastliðinn, einnig er rætt við Þórdísi um ljóðið og líf skáldsins. Einnig heyrist frumflutningur lags Ingibjargar Ýrar Skarphéðinsdóttur við ljóðið Desember eftir Jón úr Vör. Þá er rætt við Ásdísi Höllu Bragadóttur um nýja bók hennar, skáldsöguna Ein og Ásdís Halla les bláupphaf sögunnar. Að lokum er á dagskrá þáttarins viðtal við Stefaníu Dóttur Páls um ljóðabók hennar Blýhjarta. Stefaníu les nokkur ljóða bókarinnar Þu-in og Þú-in tvö og Ullarböndin euk þess sem leikin er upptaka Stefaníu á hennar eigi flutningi á ljóðinu Úthöf á himni. Umsjónarmaður: jórunn Sigurðardóttir