Orð um sérstæðar bækur og alþýðlegar á nýliðnu ári
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þessum fyrsta þætti ársins 2021 eru ryfjuð upp umfjöllun um tvær bækur frá síðasta ári. Annars vegar er hér á ferðinni ein af fyrstu útgáfubókum ársins 2020, Árstíðir eftir Karítas Hrundar Pálsdóttur. Árstíðir er safn stuttra sagna sem einkum eru hugsaðar fyrir þá sem eru að læra íslensku og langar til að lesa áhugaverða bók sem ekki er allt of flókin en heldur ekki einfeldingsleg og býður upp á kynni við ýmislegt það sem áhugavert er og sérstakt í íslenskri hversdagsmenningu. Höfundurinn les upp úr bóki í útgáfuhófinu auk þess sem heyrist í Einari Kára Jóhannssyni einum að eigendum Unu útgáfu sem gefur út. Þá er í þættinum endurtekin samræða um vinsælustu bækurnar á Íslandi nefnilega glæpasöguna, en um hásumar 2020 ræddu þau katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur og forsætisráðherra, Lilja Sigurðardótttir glæpasagnahöfundur og Pétur Már Ólafsson útgefandi um eðli og inntak sem og viðtökur glæpasagna. Þættinum lýkur svo með tali og tónum afar fámenns útgáfuboðs nýrrar og endurbættrar útgáfu bókainnar Látra-Björg eftir Helga Jónsson. Þar heyrðist Ragnheiður Ólafsdóttir kveða tvær vísur Bjargar og Aðalsteinn Eyþjórsson fór með galdur. Einnig heyrðist í ritstjóra endurútgáfunnar Hermanni Stefánssyni og nokkrir tónar frá strengjakvartett Reykjavík Barokk hópsins sem lék largoþátt strengjakvartetts í a moll, op. 3 nr 3 eftir 18. aldar tónskáldið Magdalenu Lombardini Sirmen. Þá heyrast stutt viðtöl við Hermann, Heimi Frey Hlöðversson og Ólöfu Sigursveinsdóttur.