Orð um þrjár fínar þýðingar á framúrskarandi sögum
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum er rætt við Guðrúnu Hannesdóttur ljóðskáld um skáldsöguna Dyrnar eftir ungversku skáldkonuna Magda Szabó (1917-2007) sem er nýkomin út hjá dimmu í þýðingu Guðrúnar. Einnig rætt við Ísak Harðarson en þýðing hans á annars vegar skáldsögunni Elda björn eftir Mikael Niemi og hinsvegar Sumarbókinni eftir Tove Janson komu nýlega út hjá Forlaginu.