Orð um rímur og nýja írska skáldsögu

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í tilefni að 90 ára afmæli Kvæðamannafélagsins Iðunnar er stiklað um tímalínu þessarar íslensku menningararfleifðar. Eftirfarandi heyrast kveða Guðríður B. Helgadóttir Auðna og þróttur oft má sjá, texti Ólína Jónasdótti ; úr disneyrímum eftir Þórarinn Eldjárn, Bára Grímsdóttir kveður, hljóðritun frá beinni útsendingu í franska ríkisútvarpinu 1988;tekið úr þættinum Þjóðarþel: Úr safni Handritadeildar : Rímnakveðskapur 1996; Steindór Andersen Bærinn minn eftir Stein Sigurðsson, lag: Hilmar Örn Hilmarsson. Steindór Andersen og Sigurrós, Á ferð til Breiðafjarðar. texti Jón S. Bergmann og börn í kvæðahóp Rósu Jóhannsdóttur kvæðakonu, upphaf Stúlluríma eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson. Þá er rætt við Rósu Þorsteinsdóttur þjóðfræðing og rannsóknarlektor við Stofnun Árna Magnússonar um Kvæðamannafélagið og tengsl Rósu við það. Í þættinum er einnig fjallað um skáldsöguna Eins og fólk er flest eftir írska rithöfundinn Sally Rooney en bókin er nýkomin út í þýðingu Bjarna Jónssonar. Sagt er frá bókinni, lesin brot úr textanum og rætt við Bjarna Jónsson. Lesari: Eva Rún Þorgeirsdóttir