Orð um ofsa og ofbeldi, tengsl og tjáningu

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er sagt frá skáldsögunni Sjálfstýring eftir Guðrúnu Brjánsdóttur sem vann Handritasamkeppni Forlagsins Nýjar raddir 2020. Halla Þórlaug Óskarsdóttir ræðir við Guðrúnu um bókina og skriftir. Þá er í þættinum rætt við Höllu Kjartansdóttur en 1. september kom á markað þýðing hennar á nýjustu bók huldukonunnar Elenu Ferrante Lygalíf fullorðinna. Sagt er lítillega frá bókinni og lesið brot úr henni. Einnig kynntar tilnefningar Dana til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem tilnefna myndaskáldsöguna Min Ojesten eftir Mereta Pryds Helle og myndum eftir helle Vibeke Jensson og myndabókina Ud af det blå eftir Rebeccu Cach-Luristsen og Önnu Margrethe Kjærgaard. Lesarar í þættinum eru Eva Rún Þorgeirsdóttir og Snærós Sindradóttir