Orð um norrænt bókasafn, ævisögu og ljóð
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum er litið inn á bókasafnið í Norræna húsinu sem fagnar 50 ára afmæli, sunnudaginn 11/8. Rætt er við Ragnheiði Maríu upplýsingafræðing, Erling Kjærbö yfirbókavörð og Margréti I. Ásgeirsdóttur fyrrverandi yfirbókavörð. Þá er í þættinum byrjað að kynna þau bókmenntaverk sem tilnefnd eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2019 sem afhent verða í Stokkhólmi í lok október. Norsku tilnefningarnar eru til umfjöllunar að þessu sinni en það eru annars vegar ævisagan jeg lever et liv som ligner deres eftir Jan Grue og hins vegar ljóðabókin Det er berre ett spprsmål om tid eftir Eldride Lunde. Sagt er frá bókunum, höfundunum og lesin brot úr textunum í snörun umsjónarmanns. Lesari er Gunnar Hansson