Orð um nokkrar áhugaverðar erlendar bækur ársins 2020
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í síðari þætti endurlits til nýliðins árs í þættinum orð um bækur eru á dagskrá áhugaverðar erlendar bækur. Tvær þeirra hefur Ísak Harðarson þegar þýtt, annars vegar skáldsöguna Eldum björn eftir Mikael Niemi og hins vegar Sumarbókin eftir Tove Janson. Rætt er við Ísak um bækurnar og um þýðingar almennt. Þátturinn hefst hins vegar á umfjöllun um skáldsöguna Girl, Women, Other eftir Bernadine Evaristo sem fékk Bookerverðlaunin árið 2019 og náði í kjölfarið miklum vinsældum og hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál. þáttastórnandi segir frá bókinni og það heyrist í höfundinum í rafrænu viðtali í tengslum við bókmenntahátíðina í Edinborg árið 2020. Lesari: Eva Rún Þorgeirsdóttir