Orð um nýjar samískar bækur og ævintýri frá Kóreu og Japan
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum er sagt frá skáldsögunni Stuldur og höfundi hennar, Ann-Helén Laestadius en bókin er nýkomin út í íslenskri þýðingu Ísaks Harðarsonar. Í þættinum heyrist lítið brot úr viðtali við Ann-Helén Laestadius í bókmenntaþætti í sænska útvarpinu í tilefni að útgáfu bókarinnar árið 2021. Einnig er miinnt á heimildaverk Elinar Önnu Labba um þvingaða flutninga fjölda Sama ásamt hreindýrum frá Norður-byggðum sinum í nyrst í Skandinavíu suður til Nordbotten í Svíþjóð. Í síðasta hluta þáttarins er svo sagt frá nýrri bók með ævintýrum frá Kóreu og Japan með myndum eftir Elísabetur Rún Þorsteinsdóttur. Rætt er við Unni Bjarnadóttur sem valdi ævintýrin og endursagði fyrir bókina og skrifar einnig formála. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Hafdís Helga Helgadóttir