Orð um nístingssorg í ljóði og sögur úr austri

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er rætt við Hönnu Óladóttur aðjunkt í faggreinakennslu við menntavísindasvið Háskóla Íslands en Hanna sendi í haust frá sér ljóðabókina Stökkbrigði. Hanna les nokkur ljóð úr bókinni og segir segir frá tilurð hennar og tilgangi. Þá er í þættinum sagt frá ferðum þáttastjornanda til suð-austurAsíu ekki alls fyrir löngu, nánar tiltekið til hins langa lands Víetnam austast á Indókínaskaga og borgríkisins Singapúr, sem sem stendur á lítilli eyju sunna undan Malasíu. Frá Vietnam er einkum sagt frá goðsögum og ævintýrum sem og hrekkjalómnum Trang Quinh. Frá Singapúr varð hins vegar glæpasaga fyrir valinu Dauði ráðuneytisstjórans, The Death of a Perm sec eins og hún heitir á en Wong Souk Yee sem er Singapúrsk en býr nú í Syney þar sem hún kennar skapandi skrif við Suður-velska háskólann. Inn í frásögnina af þessum sögum og bókum er sagt svolítið frá báðum þessum löndum út frá sjónarhóli ferðamannsins. Lesari: Leifur Hauksson